fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Staðfestir áhuga frá Barcelona – Máttu ekki borga upphæðina

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 20:00

Moises Caicedo varð á dögunum dýrasti leikmaður sem keyptur hefur verið til ensks knattspyrnuliðs, en hann kostaði 115 milljónir punda. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuel Sierra, umboðsmaður Moises Caicedo, hefur staðfest það að Barcelona hafi spurst fyrir um leikmanninn í sumar.

Caicedo endaði á því að ganga í raðir Chelsea frá Brighton en Liverpool hafði einnig áhuga á hans þjónustu.

Barcelona gat að lokum ekki keypt Caicedo vegna skulda en félagið er ekki í góðri stöðu fjárhagslega í dag.

Caicedo hefur ekki heillað of marga hjá Chelsea en hann kostaði félagið 115 milljónir punda í sumar.

,,Já, Barcelona spurðist fyrir um hann. Barcelona hafði áhuga en það var augljóst að lokum að þeir gátu ekki fengið hann,“ sagði Sierra.

,,Þetta var flókið vandamál varðandi fjárlög FIFA og þess háttar. En já til að svara spurningunni þá sendu þeir inn fyrirspurn og það var allt saman, þeir gerðu ekkert tilboð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var að syrgja eiginmann sinn er hún komst að því að hann lifði tvöföldu lífi – Hin eiginkonan heldur því fram að hann sé enn á lífi

Var að syrgja eiginmann sinn er hún komst að því að hann lifði tvöföldu lífi – Hin eiginkonan heldur því fram að hann sé enn á lífi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“

Hallgrímur sakar fjölmiðla um að ljúga – „Búa til hluti til að fá fyrirsagnir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ

Besta deildin: KR fékk á sig fjögur og tapaði í Mosfellsbæ
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sendur til Frakklands og var valinn besti leikmaður tímabilsins

Sendur til Frakklands og var valinn besti leikmaður tímabilsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist

Ungur maður varð að hetju eftir að hafa framið glæp fyrir framan heimsbyggðina – Sjáðu hvað gerðist