Davíð Ingvarsson fyrrum bakvörður Breiðablik mun ekki ganga í raðir Ceske Budejovice í Tékklandi. Þessu heldur Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni fram.
Segir Kristján að þjálfari Ceske Budejovice sem vildi fá Davíð í sínar raðir hafi verið rekinn úr starfi.
Davíð hefur leikið með Breiðablik og verið lykilmaður í fjölda ára. Blikar hafa fengið Kristinn Jónssont til að fylla skarð Davíðs.
Davíð varð samningslaus hjá Blikum á dögunum en Kristján telur að flest af stærri liðum Bestu deildarinnar reyni nú að fá hann.
Þá er einnig sá möguleiki fyrir hendi að lið erlendis horfi til Davíðs enda kemur hann frítt sem oft hjálpar til.