Klopp hefur verið stjóri Liverpool síðan 2015 og náð frábærum árangri. Þetta er því áfall fyrir marga stuðningsmenn liðsins.
„Ég tek þessa ákvörðun því ég tel að ég verði að taka hana, ég er að verða orkulaus í þessu starfi. Ég hef vitað þetta lengi að ég yrði að greina frá þessu,“ sagði Klopp í dag.
„Ég er góður núna en ég veit að ég get ekki unnið þetta starf aftur og aftur. Eftir öll árin saman og tímann sem við höfum átt saman, ég elska ykkur og vildi segja ykkur sannleikann.“
Hér að neðan má sjá brot af umræðunni hér á landi frá því Klopp tilkynnti um ákvörðun sína.
Jæja þá hættir maður að horfa á enska boltann eftir þetta tímabil …https://t.co/1QjoZtGoPM
— Heiðar Austmann (@haustmann) January 26, 2024
Notalegur rýtingur í hjartað svona inn í helgina…. pic.twitter.com/jFnKemKHpH
— Hrafn Kristjánsson (@ravenk72) January 26, 2024
Ég verð brjálaður ef Liverpool reynir núna að stela Rob Edwards frá okkur!!!
— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 26, 2024
Samhryggist öllum Liverpool vinum mínum í dag. Maður kemur í manns stað og Roy Hodgson er örugglega laus bráðlega.
— Igor Bjarni Kostic (@IgorBjarni11) January 26, 2024
Virðing á Klopp fyrir að hætta á sínum forsendum. Hans verður sárt saknað og verður forvitnilegt að sjá hver tekur við.
— saevar petursson (@saevarp) January 26, 2024
Klopp besti þjálfari sögunar
— HalliBolli (@HalliBolli) January 26, 2024
Þessi bóndadagur er ömurlegur. https://t.co/3euwzS84Os
— Magnús Sigurbjörnsson (@sigurbjornsson) January 26, 2024
Jæja verstu fréttir ársins komnar https://t.co/DvwkhnRGtZ
— Gunnar Pétur Haraldsson (@gunniiip) January 26, 2024
Jæja, þetta var hörku run!
Það er svo sjukt að gefa svona fréttir út á föstudegi.. https://t.co/MhNEcsGPzj— Egill Ploder (@egillploder) January 26, 2024
Næstu vél til Leverkusen og ekki fara fyrr en Xabi er tryggður takk.
— Kristinn Teitsson (@kristinnpall) January 26, 2024
Fari þetta bara allt til fokkins fjandans! 😭
— Einar Matthías (@einarmatt) January 26, 2024
Jæja Xabi.
— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 26, 2024