fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Framkvæmdastjórinn tjáir sig um brotthvarf Klopp – „Þetta eru sorgleg tíðindi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 15:49

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, viðurkennir að hann hafi verið hissa þegar Jurgen Klopp tilkynnti honum að hann ætlaði að hætta sem stjóri Liverpool í lok tímabils. Hann virðir þó ákvörðun hans.

Klopp, sem hefur verið stjóri Liverpool síðan 2015, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að hætta í lok tímabils og margir eru slegnir.

„Það er erfitt að koma því í orð hversu stór tíðindi þetta eru,“ sagði Hogan á blaðamannafundi í dag.

„Þegar Jurgen tók við talaði hann um að skila félaginu á betri stað en hann tók við því. Hann hefur án efa gert það. Þetta eru sorgleg tíðindi og ég er viss um að stuðningsmenn okkar eru á sama máli.“ 

Klopp vann allt sem hægt var að vinna á tíma sínum hjá Liverpool.

„Við höfum unnið saman í níu ár og þegar kollegi þinn tekur svona ákvörðun þarftu að virða hana. Ég var auðvitað hissa en vinnan og pressan sem fylgir þessu starfi, ég skil hann,“ sagði Hogan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Í gær

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“