fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Framkvæmdastjórinn tjáir sig um brotthvarf Klopp – „Þetta eru sorgleg tíðindi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 15:49

Jurgen Klopp .Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billy Hogan, framkvæmdastjóri Liverpool, viðurkennir að hann hafi verið hissa þegar Jurgen Klopp tilkynnti honum að hann ætlaði að hætta sem stjóri Liverpool í lok tímabils. Hann virðir þó ákvörðun hans.

Klopp, sem hefur verið stjóri Liverpool síðan 2015, tilkynnti í morgun að hann ætlaði að hætta í lok tímabils og margir eru slegnir.

„Það er erfitt að koma því í orð hversu stór tíðindi þetta eru,“ sagði Hogan á blaðamannafundi í dag.

„Þegar Jurgen tók við talaði hann um að skila félaginu á betri stað en hann tók við því. Hann hefur án efa gert það. Þetta eru sorgleg tíðindi og ég er viss um að stuðningsmenn okkar eru á sama máli.“ 

Klopp vann allt sem hægt var að vinna á tíma sínum hjá Liverpool.

„Við höfum unnið saman í níu ár og þegar kollegi þinn tekur svona ákvörðun þarftu að virða hana. Ég var auðvitað hissa en vinnan og pressan sem fylgir þessu starfi, ég skil hann,“ sagði Hogan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið