fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
433

Allir helstu aðstoðarmenn Klopp hætta einnig hjá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður ekki aðeins Jurgen Klopp sem mun yfirgefa Liverpool skútuna næsta sumar því allir hans helstu aðstoðarmenn ætla einnig að fara.

Þannig mun aðstoðarþjálfarinn Pepijn Lijnders láta af störfum samkvæmt nýjustu fréttum.

Lijnders vill sjálfur fara að stýra liðum en veðbankar setja hann í þriðja sæti yfir þá menn sem gætu tekið við af Klopp.

Peter Krawietz sem er annar aðstoðarmaður hjá Klopp ætlar einnig að hætta og Vitor Matos sem hefur séð um þróun yngri leikmanna.

Klopp hefur einu sinni orðið enskur meistari og unnið Meistaradeildina einu sinni. Hann getur bætt titlum í safnið áður en hann hættir.

Klopp tók við þjálfun Liverpool árið 2015 þegar liðið hafði átt í talsverðum vandræðum um langt skeið. Óvíst er hvert næsta skref Klopp á ferlinum er en ljóst má vera að mörg stórveldi horfa til hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

John Terry með fast skot á Tottenham fyrir leik kvöldsins – Ætlar að mæta mínútu fyrir leik en samt skoða alla söguna

John Terry með fast skot á Tottenham fyrir leik kvöldsins – Ætlar að mæta mínútu fyrir leik en samt skoða alla söguna
433Sport
Í gær

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót

Staðfest að aðeins einn leikur verður á öðrum degi jóla – Svona verður dagskráin í kringum jól og áramót
433Sport
Í gær

Gæti tekið þátt um helgina

Gæti tekið þátt um helgina
433Sport
Í gær

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM

Kemur í ljós á þriðjudag hvaða liðum Ísland mætir í undankeppni HM