fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Fá á baukinn fyrir að rugla mönnum saman í beinni útsendingu í gær

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. janúar 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sky Sports fær á baukinn fyrir mistök í beinni útsendingu í gær. Eftir mjög óvænt tap gegn Middlesbrough í fyrri leiknum í undanúrslitum enska deildarbikarsins, þá bauð liðið upp á sýningu á Stamford Bridge í gær.

Boro varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fimmtán mínútna leik en Enzo Fernandez, Axel Disasi og Cole Palmer bættu við mörkum áður en fyrri hálfleikur var á enda. Palmer skoraði einnig fimmta mark leiksins áður en Noni Madueke bætti við sjötta markinu og þar við sat hjá Chelsea en Morgan Rogers lagaði stöðuna fyrir gestina í lokin. 6-1 sigur staðreynd.

Chelsea vann því samanlagt 6-2 sigur og er komið með farmiða á Wembley í næsta mánuði. Það kemur í ljós í kvöld hvort það verði Fulham eða Liverpool sem mæta þeim í úrslitum en Liverpool er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

Eftir leik var Disasi mættur í viðtal til að ræða um leikinn en Sky Sports kynnit að Noni Madueke væri mættur í viðtal. Báðir eru þeldökkir en þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sky Sports gerir þessi sömu mistök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni

Arsenal sagt hafa engar áhyggjur af stöðunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“

Glódís talar um mikil vonbrigði: ,,Erfitt að fá ekki einn góðan sigur sem við getum fagnað saman“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur

Sambandsdeildin: Valur vann frábæran sigur