Mohamed Salah leikmaður Liverpool er ekki mjög vinsæll í heimalandinu núna eftir að hann ákvað að yfirgefa herbúðir liðsins og fara heim til Englands.
Salah meiddist í leik á Afríkumótinu og verður líklega ekki leikfær fyrr en mögulega í úrslitaleik mótsins.
Salah og Liverpool taldi best að hann kæmi til Englands og tæki endurhæfinguna hjá félaginu sínu.
„Ég hef alltaf stutt við bakið á Salah og var ánægður að hann væri mættur sem fyrirliði liðsins,“ segir Ahmed Hassan, goðsögn í fótboltanum í Egyptalandi.
„Ég hafði ekkert út á ummæli hans að setja en það er augljóst að hann var bara að koma sér aftur til Englands.“
Talað hefur verið um að Salah snúi aftur ef hann nær heilsu. „Eru reglurnar þannig að þær leyfa leikmanni að koma aftur? Hann hefði getað fengið sjúkraþjálfara frá Liverpool til að klára mótið með sér. Hann er fyrirliði, hann hefði átt að vera með liðinu sama hvað. Þrátt fyrir að önnur löppin hefði farið af honum.“
„Hann hefur talað um að þetta sé landslið Egypta en ekki liðið hans Salah. Við verðum að trúa á þá leikmenn sem eru hérna og vilja berjast fyrir titlinum.“