Þorleifur Úlfarsson hefur verið staðfestur sem leikmaður Debreceni í Ungverjalandi.
Þetta var staðfest í kvöld en Þorleifur gengur í raðir félagsins frá Dynamo Houston í Bandaríkjunum.
Um er að ræða sóknarmann sem spilaði tæplega 50 leiki í MLS deildinni með Dynamo og skoraði sjö mörk.
Debreceni er stórlið í Ungverjalandi og hefur unnið deildina sjö sinnum í gegnum tíðina.
Liðið er í fimmta sæti um þessar mundir en hafnaði í þriðja sætinu á síðustu leiktíð.