Gylfi Þór Sigurðsson mun á næstunni ferðast til Spánar í endurhæfingu. Það er félag hans, Lyngby, sem greinir frá þessu.
Gylfi sneri aftur á knattspyrnuvöllinn í haust eftir langa fjarveru og kom við sögu með Lyngby og íslenska landsliðinu, þar sem hann bætti til að mynda markametið.
Í kjölfarið meiddist Gylfi hins vegar og hefur því ekki náð að koma sér af stað.
Mun hann nú fara til Spánar í endurhæfingu við bestu mögulegu aðstæður.
Lyngby bindur vonir við að hann verði klár í slaginn með liðinu í vor en liðið hefur leik í dönsku úrvalsdeildinni á ný eftir vetrarfrí þann 18. febrúar.
Sömuleiðis vonum við Íslendingar að Gylfi verði klár í slaginn í mars þegar karlalandsliðið mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins um sæti á EM í sumar. Endurhæfing við frábærar aðstæður á Spáni ætti að auka þann möguleika.
GYLFI GENOPTRÆNER I SPANIEN 🇪🇸
Gylfi Sigurdsson er ikke med i dagens træningskamp mod Hillerød, men det er der en god grund til.
Islændingen er nemlig på vej mod Spanien, hvor han sammen med specialister og under bedst mulige forhold, skal komme sig over den… pic.twitter.com/FgiYBXwLOr
— Lyngby Boldklub (@LyngbyBoldklub) January 21, 2024