Liverpool vann sannfærandi sigur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið mætti Bournemouth.
Diogo Jota átti flottan leik fyrir Liverpool en hann gerði tvennu í frábærum seinni hálfleik gestanna.
Liverpool skoraði ekkert mark í fyrri hálfleiknum en tók öll völd í þeim seinni og vann 4-0 sigur.
Darwin Nunez átti einnig góðan leik fyrir Liverpool og skoraði tvennu líkt og Portúgalinn.
Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.
Bournemouth: Neto (7); Aarons (5), Zabarnyi (6), Mepham (5), Hill (6); Cook (5), Christie (5); Tavernier (6), Kluivert (6), Solanke (5), Sinisterra (5)
Varamenn: Kelly (5), Scott (6), Brooks (6).
Liverpool: Alisson (7); Bradley (8), Konate (9), Van Dijk (8), Gomez (8); Mac Allister (8), Jones (7), Elliott (6); Diaz (6), Nunez (8), Jota (9)
Varamenn: Gakpo (7), Gravenberch (6).