Enskir miðlar vekja athygli á því í dag að aðeins tveir leikmenn Liverpool hafi skrifað undir færslu Jordan Henderson eftir að hann gekk í raðir Ajax.
Það var staðfest í gær að Henderson væri kominn til hollenska stórliðsins eftir hafa fengið samningi sínum við sádiarabíska félagið Al-Ettifaq rift.
Henderson gekk í raðir Al-Ettifaq í sumar eftir tólf ár hjá Liverpool og samdi um himinhá laun í Sádí.
Kappanum leið hins vegar ekki vel í landinu og vildi strax aftur til Evrópu.
Henderson er goðsögn hjá Liverpool en aðeins tveir leikmenn liðsins, Trent Alexander-Arnold og Andy Robertson, sendu kappanum kveðju undir færslu hans í gær.