Karim Benzema framherji Al-Ittihad í Sádí Arabíu er einn þeirra sem hefur fengið nóg af lífinu þar í landi eftir aðeins örfáa mánuði.
Benzema er samkvæmt fréttum ekki hamingjusamur með lífið þrátt fyrir að vera með svakaleg laun.
Nú segja enskir miðlar að Chelsea sé að reyna að nýta sér þetta og keyra á það að fá Benzema.
Franski framherjinn er 36 ára gamall en hann fór frá Real Madrid til Sádí síðasta sumar.
Benzema var kjörinn besti knattspyrnumaður í heimi árið 2022 en hann hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum fyrir Al-Ittihad.
Jordan Henderson hefur fengið samningi sínum rift í Sádí Arabíu og er að semja við Ajax í Hollandi.