Jesse Lingard fyrrum miðjumaður Manchester United er í stökustu vandræðum með að finna sér nýtt lið.
Lingard hefur verið án félags frá síðasta sumri þegar samningur hans við Nottingham Forest rann út.
Ekkert félag hefur viljað taka Lingard en hann hefur farið á reynslu hjá West Ham, Inter Miami og liði í Sádí Arabíu.
Hann ákvað í síðustu viku að skipta um umboðsmann og vonast eftir nýju starfi innan tíðar.
Sagt er í fréttum á Englandi í dag að nýr umboðsmaður hans reynir að sannfæra Portland Timbers í MLS deildinni um að taka Lingard.