Fylkir hefur fengið til liðs við sig danska miðjumanninn Matthias Præst fyrir komandi átök í Bestu deild karla.
Matthiaser kemur frá færeyska liðinu HB, þar sem hann spilaði 27 leiki í deildinni og skoraði í þeim fimm mörk ásamt því að leggja upp fjögur. Einnig hefur hann leikið með Horsens og Middelfart í Danmörku.
Matthias skrifar undir samning út komandi leiktíð, en Fylkir hafnaði í níunda sæti Bestu deildarinnar í fyrra.