Forráðamenn Chelsea hafa mikinn áhuga á því að sækja sér sóknarmann í janúar sem getur komið inn og styrkt liðið.
Þannig eru ensk blöð í dag að segja frá því að Chelsea skoði bæði Roberto Firmino og Karim Benzema.
Þeir tveir skelltu sér til Sádí Arabíu síðasta sumar en miðað við fréttirnar eru þeir ekkert sérstaklega ánægðir þar.
Líklegra er að Chelsea getið fengið Firmino sem samdi við Al-Ahli en þar hefur hann ekki fundið sig.
Benzema samdi við Al-Ittihad og er næst launahæsti leikmaður deildarinnar á eftir Cristiano Ronaldo.
Benzema hefur skorað 15 mörk í 24 leikjum fyrir Al-Ittihad.
Chelsea vantar framherja en Christopher Nkunku er meiddur á nýjan leik og Nicolas Jackson er á Afríkumótinu.