fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Sádarnir neita að sleppa Henderson nú í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 15. janúar 2024 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jordan Henderson verður áfram í Sádí Arabíu út þessa leiktíð þar sem Al-Ettifaq ætlar ekki að sleppa honum frá félaginu eftir nokkra mánuði.

Henderson er eins og fleiri orðnir þreyttir á lífinu í Sádí og hefur leitað leiða til að komast burt nú í janúar.

Al-Ettifaq keypti Henderson frá Liverpool síðasta sumar en Steven Gerrard er þjálfari liðsins.

Juventus og Ajax hafa sýnt Henderson sem er 33 ára gamall áhuga en hann fær ekki að fara fet.

Henderson óttast að missa sæti sitt í enska landsliðinu en Al-Ettifaq hefur ekki spilað vel undanfarnar vikur.

Henderson þarf að klára tímabilið í Sádí Arabíu miðað við fréttir dagsins en hann þénar um 700 þúsund pund á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með