Alisha Lehmann er ein vinsælasta knattspyrnukona heims. Hún er af enskum blöðum gjarnan kölluð fegursta knattspyrnukona í heimi.
Hún er 23 ára gömul og á mála hjá Aston Villa á Englandi. Þar hefur hún verið síðan í fyrra.
Lehmann er einnig landsliðskona Sviss. Hún er með yfir tíu milljónir fylgjenda á Instagram.
Sóknarmaðurinn er í sambandi með Douglas Luiz, sem spilar með karlaliði Villa.
Lehmann birti mynd á Instagram í gær sem vakið hefur mikla athygli en þar er hún ekki í brjóstahaldara.