fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Hikaði ekki við að bauna til baka á harðhausinn – ,,Getur verið ansi mikill fáviti“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. janúar 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Marsch, fyrrum þjálfari Leeds, hefur skotið á sparkspekinginn Roy Keane sem er umdeildur á meðal margra.

Keane er ansi harður í horn að taka en hann var frábær leikmaður á sínum tíma og lék með Manchester United.

Keane hikar ekki við að láta fólk heyra það í beinni útsendingu og fékk Marsch til að mynda töluverða gagnrýni í fyrra áður en hann var látinn fara frá Leeds.

Marsch segir að Keane geti í raun verið fáviti í sjónvarpi og er hann ekki sá fyrsti sem er á þeirri skoðun.

,,Að mínu mati getur Roy Keane verið ansi mikill fáviti,“ sagði Marsch í samtali við UP Front hlaðvarpsþáttinn.

,,Þetta tengist eitthvað enskri menningu sem er ansi neikvæð á tíðum, hann segir hlutina eins og þeir eru.“

,,Við Bandaríkjamenn höfum fulla trú á sjálfum okkur og ef fólk vill sparka okkur niður þá gefur það okkur auka drifkraft.“

,,Ef ég hef eitthvað jákvætt að segja þá er það ekki ég að reyna að vera Bandaríkjamaður, ég er að segja mínar tilfinningar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Segist hafa fengið ranga ráðgjöf hjá læknum félagsins
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess

Allt í apaskít eftir afmæli helgarinnar – Bókaði dverga og verður líklega kærður vegna þess
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann

Veskið áfram á lofti hjá Arsenal – Eru að kaupa áhugaverðan varnarmann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Í gær

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Í gær

Firmino fer til Katar

Firmino fer til Katar