Manchester United er að horfa á annan leikmann Ajax samkvæmt enska blaðinu Mirror og skorar að fá hann í sumarglugganum.
Ólíklegt er að þessi skipti eigi sér stað í janúar en um er að ræða framherjann Brian Brobbey sem vann með Erik ten Hag hjá hollenska félaginu.
Ten Hag hefur verið mikið í því að sækja leikmenn sem hann þekkir og má nefna Antony, Andre Onana, Lisandro Martinez og Sofyan Amrabat.
Ten Hag er hrifinn af Brobbey sem er 21 árs gamall og hefur skorað 12 mörk í 24 leikjum á tímabilinu.
Brobbey á að geta veitt Rasmus Hojlund samkeppni í fremstu víglínu en sá síðarnefndi kom til félagsins í sumar.