fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433Sport

Scholes hraunar yfir þetta í leik Manchester United í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2024 15:00

Paul Scholes vann ansi marga titla með Manchester United

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester Untied sat heima hjá sér og var nokkuð reiður þegar hann fylgdist með leik Manchester United og Wigan í enska bikarnum í gær.

Hann fór á Instagram og hraunaði yfir hornspyrnur United í leiknum. Manchester United er komið áfram í enska bikarnum eftir sigur á Wigan sem leikur í C-deildinni á útivelli í gær.

Sigur United var aldrei í hættu en liðið fór illa með færin sín í leiknum gegn slöku Wigan liði. Diogo Dalot skoraði eina markið í fyrri hálfleik en hann lagði knöttinn þá snyrtilega í netið.

Eina mark United í síðari hálfleik kom svo frá Bruno Fernandes af vítapunktinum en hann fiskaði spyrnuna sjálfur.

Scholes var hins vegar ekki sáttur og skrifaði. „Stutt horn eru algjör viðbjóður,“ skrifaði Scholes á Instagram um frammistöðu United.

Nokkrar stuttar hornspyrnur United í leiknum skiluðu engu og var þessi fyrrum leikmaður lítið hrifinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana

Hættur í þjálfaranámi hjá Bayern – Beit eiginkonu sína, hrækti á hana blóði og kýldi hana
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður

Niðurlæging Sancho í sigri á City – Var tekinn af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“