Stuðningsmaður Liverpool sem hljóp inn á völlinn til að fagna marki liðsins gegn Arsenal á útivelli í gær sá eflaust eitthvað eftir því þegar allt kom til alls.
Liverpool heimsótti Arsenal í enska bikarnum og vann 0-2 sigur. Liðið komst yfir með sjálfsmarki Jakub Kiwior á 80. mínútu en Luis Diaz innsiglaði sigurinn í uppbótartíma.
Allt ætlaði um koll að keyra eftir fyrra markið og leikmenn Liverpool hlupu í átt að stuðningsmönnum sínum á horni vallarins.
Einn stuðningsmaðurinn komst inn á völlinn en viðbrögð Darwin Nunez og Ibrahima Konate við því vöktu mikla athygli.
Þeir félagar lömdu ofan á höfuð mannsins ítrekað en allt virtist þó á léttu nótunum.
Myndband af þessu er hér að neðan.
that pitch invader surely has a concussion after this pic.twitter.com/kuk121pP55
— bella (@bellacfc) January 7, 2024