Miðjumaðurinn Juan Mata hefur yfirgefið japanska félagið Vissel Kobe eftir aðeins fjóra mánuði hjá félaginu.
Mata gerði aðeins fjögurra mánaða samning við Kobe í september og hjálpaði liðinu að vinna efstu deild í Japan í fyrsta sinn.
Samningur leikmannsins var ekki framlengdur en hann spilaði nokkuð stórt hlutverk á stuttum tíma hjá félaginu.
Mata er nú frjáls ferða sinna og má semja við nýtt lið en hann hefur áður leikið með Chelsea og Manchester United.
Mata er orðinn 35 ára gamall og er möguleiki á að hann leggi skóna á hilluna eftir dvölina hjá Kobe.