Það er útlit fyrir að Roberto Firmino sé á leið aftur í enska boltann en TalkSport fullyrðir að Fulham sé að reyna við sóknarmanninn.
Firmino gerði garðinn frægan sem sóknarmaður Liverpool en lék fyrir það með Hoffenheim í Þýskalandi.
Brassinn tók stökkið til Sádi Arabíu í sumar en þar hefur ekkert gengið upp og er hann á förum á næstu vikum.
Firmino ku vera ósáttur hjá Al-Ahli þar í landi en hann er ekki fyrsti maður á blað hjá nýja félagi sínu.
Fulham ku hafa mikinn áhuga á að semja við Firmino og þá er Sheffield United einnig að skoða stöðu leikmannsins.