Brasilíska knattspyrnusambandið er búið að reka þjálfara sinn Fernando Diniz eftir aðeins sex leiki við stjórnvölin.
Diniz tók við á síðasta ári en Brasilía er í hættu á að missa af HM 2026 vegna slæmra úrslita undanfarið.
Brasilía tapaði þremur leikjum í röð á síðasta ári en Diniz var ráðinn til starfa tímabundið og er einnig þjálfari Fluminese.
Gengið hefur verið ömurlegt undir stjórn Diniz og er útlit fyrir að Dorival Junior, þjálfari Sao Paulo, muni taka við keflinu.
Brasilía horfir á stærri nöfn til frambúðar en menn á borð við Jose Mourinho og Carlo Ancelotti eru nefndir til sögunnar.