Miðillinn heldur því fram að Guimaraes sé efstur á óskalista PSG fyrir janúargluggann.
Miðjumaðurinn er hins vegar samningsbundinn Newcastle til 2028 og enska félagið því í gríðarlega sterkri stöðu ef viðræður fara af stað.
Guimaraes er þó með klásúlu í samningi sínum sem gerir öðrum félögum kleift að kaupa hann á 100 milljónir punda.
Hvort PSG sé til í að borga 100 milljónir punda fyrir Guimaraes verður að koma í ljós en ljóst er að áhuginn er mikill.