fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Fyrirliðinn leiður yfir fréttunum af Frey – „Það verður enginn ríkur hjá Lyngby“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 14:30

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcel Rømer, fyrirliði Lyngby, segist hafa verið leiður þegar hann fékk fréttirnar af því að Freyr Alexandersson væri að hætta sem þjálfari liðsins og taka við KV Kortrijk í Belgíu. Hann segir Íslendinginn þó eiga tækifærið skilið.

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra. Nú fer hann hins vegar annað.

„Hann á þetta tækifæri skilið. Hann hefur skilað frábæru starfi hér. Að því sögðu kemur þetta sér þó ansi illa,“ segir Rømer við Bold.dk.

Rømer talar afar vel um Frey.

„Hann hefur óbilandi trú á þessu liði. Hann fékk alla með sér í lið og tókst að halda öllum ánægðum,“ segir hann og ræðir svo kveðjustund þeirra félaga.

„Ég talaði við hann í síma. Við ræddum hvað við kynnum að meta hvern annan. Ég sagði honum að hann ætti skilið að vera verðlaunaður fyrir sín störf.

Ég var mjög leiður þegar ég fékk fréttirnar því ég hef átt í mjög góðu samstarfi við hann. Hann hefur gert svo mikið gott fyrir klúbbinn svo ég var mjög leiður í alla staði.“

Rømer segist skilja ákvörðun Freys vel og að Lyngby geti ekki keppt við Kortrijk er kemur að launum og slíku.

„Það er ekki hægt að halda í við það sem er boðið í Belgíu. Það verður enginn ríkur hjá Lyngby. Þetta er allt annað dæmi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum