fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Áhugaverð kenning um framtíð Gylfa í ljósi þess sem gerðist í dag – „Ég get alveg trúað því“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. janúar 2024 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var staðfest í morgun að Freyr Alexandersson hefði yfirgefið danska félagið Lyngby og væri tekinn við KV Kortrijk í belgísku úrvalsdeildinni.

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra. Nú fer hann hins vegar annað.

Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila með liðinu.

„Hvað þýðir þetta fyrir Gylfa?“ spurði Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpi sínu, Dr. Football, eftir að ljóst var að Freyr væri á förum frá Danmörku.

Gylfi sneri aftur á fótboltavöllinn í haust eftir tveggja ára fjarveru og skrifaði hann undir hjá Lyngby.

„Ég get alveg trúað því að Gylfi setjist niður með forráðamönnum Lyngby og losi sig strax,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sparkspekingur.

„Hann fór í Lyngby út af Freysa. Hann er stór ástæða fyrir því að hann er þarna,“ bætti hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið

Staðfestir að hann hafi sigrað krabbameinið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar

Þrjú ensk stórlið sögð horfa til Parísar – Samningslaus næsta sumar
433Sport
Í gær

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Í gær

Elías Már til Kína

Elías Már til Kína
433Sport
Í gær

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“

Var ásakaður um leti og metnaðarleysi og fær stuðning úr óvæntri átt – ,,Ég hef ekkert illt að segja“
433Sport
Í gær

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Í gær

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum