Sádi-Arabíska deildin hefur endurvakið áhuga sinn á Kevin De Bruyne og vilja fá leikmanninn þangað næsta sumar. Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti heldur þessu fram.
Sádar sóttu fjöldan allan af stjörnum á síðasta ári og reyndu meðal annars við De Bruyne. Það tókst hins vegar ekki.
Nú hafa þeir hins vegar sett hann efstan á óskalista sinn fyrir nsæta sumar.
Samningur De Bruyne við Manchester City rennur út eftir næstu leiktíð. Belginn er orðinn 32 ára gamall og þrátt fyrir að vera enn meðal bestu leikmanna ensku úrvalsdeildarinnar gætu peningarnir í Sádí heilað.