fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
433Sport

Danir bregðast við tíðindunum af Frey – „Jæja, nú er morgunverðurinn minn ónýtur“

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Freyr Alexandersson er hættur með Lyngby og tekur við belgíska úrvalsdeildarliðinu Kortrijk. Þetta hefur vakið mikil viðbrögð danskra knattspyrnuáhugamanna.

Danski miðillinn BT segir að Freyr fari frá Lyngby til að taka við erlendu liði en Bold.dk segir frá því að Kortrijk sé að kaupa hann. Aðstoðarmaðurinn Jonathan Hartmann sé einnig á förum.

Það kemur einnig fram að Freyr ferðist til Belgíu í dag og skrifi undir á morgun.

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra.

Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila með liðinu.

Freyr var fyrr á tímabilinu orðaður við OB og Viborg í Danmörku en nú virðist sem svo að hann fari í aðra deild.

Hér að neðan má sjá brot af því sem danskir netverjar höfðu að segja á X (áður Twitter) við brotthvarfi Freys:

„Freyr hefur verið ótrúleg gjöf fyrir deildina í heild og þetta er ekki bara missir fyrir Lyngby, heldur deildina alla. Hann passaði fullkomlega inn í Lyngby og sýndi að hann er ekki bara góður þjálfari, heldur góð manneskja einnig.“

„Líkurnar á að Lyngby falli færast allt í einu hressilega í aukanna. OB og Viborg eru betri gæðalega séð og svo eru Randers þarna líka.“

„Alexandersson var frábær. Bjó til frábært vinnuumhverfi og menningu í liðinu og tókst það ómögulega.“

„Jæja, nú er morgunverðurinn minn ónýtur.“

„OB, Randers og Vejle hljóta nú að þakka Lyngby fyrir að mæta til leiks í fallslaginn.“

„Vonandi kaupir Lyngby 10 þúsund Carlsberg í kveðjugjöf. Hans verður saknað.“

Meira
Freyr viðurkennir að hann þurfi stundum að klípa sig: Mikil ánægja með Íslendingana – „Það eina sem skiptir máli er að þeir séu réttu manneskjurnar og karakterarnir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni

Allt að verða klárt fyrir fyrstu kaup Amorim til United – 17 ára ungstirni
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr

Loftið hrundi þegar fréttamenn voru að spyrja – Mikil heppni að ekki fór verr
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar

Neyðarlegt atvik á æfingu City sem var í beinni útsendingu – Stjörnur liðsins gerðu allar í brækurnar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út

Tveir heimsfrægir menn gómaðir fullir og graðir að spjalla við fyrirsætu á Skype – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni

Mögnuð innkoma Sveindísar af bekknum – Ferna á rúmum tuttugu mínútum í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag

KR-ingar kveðja Benóný sem skrifaði undir í Manchester í dag
433Sport
Í gær

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð

Róbert Wessman uppljóstrar því hvað hann hefur sett í KR síðustu ár – Ótrúleg upphæð
433Sport
Í gær

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara

United hendir í útsölu í janúar – Hellingur af leikmönnum sem má fara