Það er góður möguleiki á því að lið Reading þurfi að sætta sig við enn frekari refsingu í þriðju efstu deild Englands.
Reading er í miklum fjárhagsvandræðum og má ekki kaupa leikmenn en eigendur félagsins skulda háar fjárhæðir.
Hingað til hefur Reading verið refsað tvisvar á tímabilinu sem var að byrja og voru fjögur stig tekin af liðinu.
Nú stefnir í enn eina refsinguna og á Reading í hættu á að missa átta stig sem væri gríðarlegt áfall.
Reading hefur út þessa viku til að gera upp við eigin leikmenn eða þá verða enn fleiri stig tekin af félaginu.
Margir leikmenn liðsins eiga inni laun og er eigandi félagsins, Dai Yongge, undir mikilli pressu að selja félagið sem fyrst.