Pabbi Aaron Ramsdale, markvarðar Arsenal, var allt annað en sáttur með sparkspekinginn Jamie Carragher í gær.
Ramsdale var á bekknum þriðja leikinn í röð í 2-2 jafnteflinu gegn Tottenham í gær en David Raya virðist búinn að vinna byrjunarliðssætið af honum.
Carragher gagnrýndi Ramsdale fyrir viðbrögð sín við frábærri markvörslu Raya í leiknum í gær en Ramsdale fagnaði þar félaga sínum.
„Vitiði ekki hvernig það er þegar þú missir af Óskarsverðlaununum og þú klappar fyrir aðilanum sem fékk þau? Ég hló þegar ég sá þetta. Hann hlýtur að vera algjörlega miður sín,“ sagði Carragher um viðbrögð Ramsdale við vörslu Raya.
Pabbi Ramsdale, Nick, hélt á samfélagsmiðla og baunaði á Carragher.
„Þú ert til skammar. Sýndu smá klassa, sonur minn gerði það,“ skrifaði Nick.