Breiðablik 3 – 1 Víkingur R.
1-0 Viktor Karl Einarsson (’36)
2-0 Höskuldur Gunnlaugsson (’42)
2-1 Birnir Snær Ingason (’86)
3-1 Jason Daði Svanþórsson (’90)
Breiðablik tókst að vinna nýkrýnda Íslandsmeistara í kvöld en einn leikur fór fram í Bestu deild karla.
Víkingar urðu meistarar um helgina eftir að Val mistókst að vinna KR í leik sem lauk 2-2.
Leikur kvöldsins var fínasta skemmtun en Blikarnir höfðu betur 3-1 þar sem tvö mörk voru skoruð undir lok leiks.
Birnir Snær Ingason setti spennu í leikinn og lagaði stöðuna í 2-1 áður en Jason Daði Svanþórsson gerði út um viðureignina fyrir heimamenn stuttu síðar.