Maccabi Tel Aviv 3 – 2 Breiðablik
1-0 Yvann Macon(’11)
2-0 Eran Zahavi(’25)
3-0 Dan Biton(’30)
3-1 Klæmint Olsen(’44)
3-2 Klæmint Olsen(’55)
Breiðablik spilaði sinn fyrsta leik í Sambandasdeildinni í kvöld og fékk þar erfitt verkefni í Ísrael.
Robbie Keane og hans menn í Maccabi Tel Aviv tóku á móti Blikum og byrjuðu svo sannarlega vel.
Eftir 30 mínútur var staðan 3-0 fyrir heimamönnum og ljóst að eitthvað mjög sérstakt þyrfti að gerast ef Blikar ættu að fá stig úr viðureigninni.
Þeir grænklæddu gáfust ekki upp og átti Færeyingurinn Klæmint Olsen flottan seinni hálfleik og skoraði tvö mörk.
Lengra komust Blikarnir ekki og tap niðurstaðan í fyrsta leik en frammistaðan mjög ásættanleg.
Í hinum leik riðilsins þá gerðu Zorya og Gent 1-1 jafntefli.