Mynd sem knattspyrnusnillingurinn Lionel Messi birti af pítsu sem hann fékk sér á dögunum hefur vægast sagt vakið mikla athygli og jafnvel óhug margra.
Messi hefur farið á kostum með Inter Miami í Bandaríkjunum frá komu sinni þangað frá Paris Saint-Germain í sumar og ákvað hann að verðlauna sig með pítsu á argentískum veitingastað á dögunum.
Hann birti mynd af pítsunni á Instagram en viðbrögðin voru líklega ekki eins og hann átti von á.
Pizzan var þakin tómatsneiðum en á henni mátti líka finna ólífur og lauk.
Viðbrögð aðdáenda hans og netverja stóðu ekki á sér.
„Versta pítsa sem ég hef séð,“ skrifuðu margir.
„Ég get ekki kallað þetta pítsu, þetta er glæpur,“ skrifaði annar.
Dæmi hver fyrir sig, mynd af pítsunni umræddu er hér að neðan.