Ein kona hefur dregið til baka ásakanir sínar á hendur Antony, leikmanni Manchester United.
Antony sætir lögreglurannsókn í heimalandinu, Brasilíu og í Manchester vegna ásakanna fyrrverandi kærustu hans, Gabriela Cavallin, um gróft ofbeldi.
Þá sakar hin 33 ára gamla Ingrid Lana Antony um að hafa ráðist á sig á heimili hans í október á síðasta ári.
Nú segir Telegraph hins vegar frá því að þriðja konan, Rayssa de Freitas, sem sakaði Antony um að hafa ráðist á sig í bíl leikmannsins ásamt félaga sínum, hafi dregið ásakanirnar til baka.
Sjálfur neitar Antony allri sök en hann er áfram grunaður um ofbeldi gegn Lana og Cavallin.