fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
433Sport

Messi hafnaði því að þéna 70 milljarða á ári – Þetta eru launin sem hann fær í Bandaríkjunum

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 20:00

Messi og Antonella.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi hefur ákveðið að semja við Inter Miami, Messi hafnaði rosalegu tilboði frá Sádi Arabíu. Kappanum var boðið að þéna 500 milljónir dollara á ári þar.

Messi afþakkaði það en um er að ræða 70 milljarða króna á ári sem Messi stóð til boða.

Hann tók hins vegar tilboði frá Inter Miami sem borgar honum 50 milljónir dollara á ári eða tíu sinnum minna, 7 milljarðar á ári ættu þó að duga fyrir reikningum.

Getty / Lionel Messi er stórstjarna.

Messi á glæsilega íbúð í Miami og lengi hefur það blundað í honum og fjölskyldu hans að búa í borginni sem er ansi vinsæl hjá ríku og frægu fólki.

Þó Messi fái minna borgað núna gæti hann grætt til lengri tíma en Apple og Adidas koma að samningi hans við Inter Miami. Þar gæti hann þénað vel.

Þá fær hann klásúlu sem gerir honum kleift að gerast eigandi í MLS deildinni í framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester

England: Arsenal fór illa með Aston Villa – Wolves náði stigi í Manchester
433Sport
Í gær

England: Chelsea missteig sig á heimavelli

England: Chelsea missteig sig á heimavelli
433Sport
Fyrir 2 dögum

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur

Viss um að hann nái þúsund mörkum áður en ferlinu lýkur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“

Hágrét þegar hann heyrði af andláti vinar síns í bílnum – ,,Hann varaði mig við þessum manni“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við

Fjaðrafokið í kringum Beckham-fjölskylduna: Sjáðu enn eina yfirlýsinguna frá umdeilda syninum og eiginkonu hans – Aðdáendur bregðast illa við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu

Spilar síðasta leikinn í kvöld og klárar svo skiptin – Eru þegar með arftaka í sigtinu