fbpx
Sunnudagur 01.október 2023
433Sport

Guðlaugur Victor spilaði er Rooney missti sig í fyrri hálfleik og tók þrjá útaf – ,,Hefði viljað skipta þeim öllum af velli“

Victor Pálsson
Mánudaginn 29. maí 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wayne Rooney, stjóri DC United, var bálreiður bæði í og eftir leik liðsins við FC Toronto um helgina.

DC United tapaði gegn botnliði Toronto 2-1 en Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í miðverði.

Rooney var virkilega ósáttur með spilamennsku sinna manna í fyrri hálfleik og gerði þrjár skiptingar áður en flautað var til leikhlés.

Staðan var 1-0 fyrir Toronto eftir fyrri hálfleikinn en liðið bætti við öðru á 72. mínútu áður en Christian Benteke lagaði stöðuna í 2-1 tapi.

,,Ég hefði viljað getað skipt þeim öllujm útaf. Ég þurfti að halda öðrum tveimur inná ef einhver skyldi meiðast,“ sagði Rooney.

,,Fyrri hálfleikurinn var svo langt frá því að vera nógu góður. Augljóslega hefði ég getað beðið þar til í hálfleik en þetta voru meira skilaboð til liðsins að mér líkaði alls ekki við það sem var í gangi.“

Sem betur fer fyrir okkar mann, Guðlaug Victor, átti hann ágætis leik og fékk 6,4 í einkunn fyrir sína frammistöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“

Allt breyttist og hann sagði óvænt upp störfum: Grét eftir ákvörðunina – ,,Andrúmsloftið var svo sérstakt“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Nálægt því að sprengja internetið eftir þessa myndbirtingu – Sjáðu hvað allir voru að tala um

Nálægt því að sprengja internetið eftir þessa myndbirtingu – Sjáðu hvað allir voru að tala um
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í Hollandi: Lenti í lífshættulegum meiðslum – Leikurinn flautaður af

Sjáðu óhugnanlegt atvik í Hollandi: Lenti í lífshættulegum meiðslum – Leikurinn flautaður af
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Romero og MacAllister rifust opinberlega eftir leik: Segist hafa spilað gegn 12 mönnum – ,,Grenjaðu heima hjá þér“

Romero og MacAllister rifust opinberlega eftir leik: Segist hafa spilað gegn 12 mönnum – ,,Grenjaðu heima hjá þér“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Magnús Már eftir tapið: ,,Til hamingju Vestri“

Magnús Már eftir tapið: ,,Til hamingju Vestri“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Davíð Smári himinlifandi eftir afrekið á Laugardalsvelli: ,,Ég er hálf hrærður yfir þessu öllu saman“

Davíð Smári himinlifandi eftir afrekið á Laugardalsvelli: ,,Ég er hálf hrærður yfir þessu öllu saman“