fbpx
Laugardagur 03.janúar 2026
433Sport

Manchester United gulltryggði Meistaradeildarsætið gegn lánlausu liði Chelsea

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. maí 2023 21:01

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var stórleikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Manchester United tók á móti Chelsea.

United gat gulltryggt sæti í Meistaradeild Evrópu og gerði það. Casemiro kom þeim yfir á 6. mínútu leiksins.

Skömmu fyrir hálfleik tvöfaldaði Anthony Martial forystu heimamanna.

Á 73. mínútu kom þriðja mark United þegar Bruno Fernandes skoraði.

Marcus Rashford sneri aftur í kvöld og hann kom United í 4-0 skömmu síðar.

Joao Felix klóraði í bakkann fyrir Chelsea á 89. mínútu. Lokatölur 4-1.

United er í þriðja sæti deildarinnar með 72 stig fyrir lokaumferðina. Þar mætir liðið Fulham á Old Trafford.

Chelsea er í tólfta sæti með 43 stig og mætir Newcastle í lokaumferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Úr D-deild í Meistaradeildina

Úr D-deild í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“

Furðar sig á viðtali Arnars á Bylgjunni – „Mér er bara nákvæmlega sama“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?

Tilboð á leið í Salah úr óvæntri átt?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta

Cheryl fór út í smáatriðin í svefnherberginu – Hann dýrkaði þegar hún gerði þetta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United

Hojlund segir frá skilaboðum sem hann fékk frá stjórn Manchester United