fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Áhrifavaldur játar fyrir dómi að hafa áreitt og verið eltihrellir – Svaf hjá stórstjörnu og skipti yfir 20 sinnum um númer til að áreita hann

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 24. maí 2023 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orla Melissa Sloan, áhrifavaldur í Bretlandi hefur játað því fyrir dómi að hafa verið eltihrellir um nokkurt skeið þegar hún áreitti leikmenn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni.

Sloan mætti í dag í dómsal þar sem hún játaði því að hafa áreitt þrjá leikmennn Chelsea. Sloan er með tæplega 100 þúsund fylgjendur á Instagram.

Um er að ræða Mason Mount og Ben Chilwell sem eru enn leikmenn Chelsea og Billy Gilmour fyrrum leikmann Chelsea sem nú er hjá Brughton.

Sloan segist hafa sofið hjá Mount í gleðskap sem Ben Chilwell bauð henni í. Hafði hún verið í samskiptum við Chilwell í gegnum Instagram. Mount er enskur landsliðsmaður í knattspyrnu.

Sloan sagði fyrir framan dómara að hún hefði einu sinni sofið hjá Mount en hann hafi svo bundið enda á samskipti þeirra eftir sex mánuði.

Sloan fór þá að áreita Mount og skipti 21 sinni um símanúmer til þess að geta haft samband við Mount. „Ég er hætt að kaupa mat svo ég geti keypt fleiri símanúmer,“ segir Sloan í skilaboðum til Mount.

Mount er sagður hafa óttast að Sloan myndi mæta á æfingasvæði Chelsea þegar hann ætti að svara henni. „Þú verður að biðjast afsökunar, annars vaknar nýr karakter sem er Devil Baby,“ segir Sloan í öðrum skilaboðum.

Áreitið átti sér stað á síðasta ári og játar Sloan því að hafa áreitt Mount frá því í júní á síðasta ári og fram í október. Hún segist hafa áreitt Gilmour frá september og fram í október.

Hún segist svo aðeins hafa áreitt Chilwell í níu daga í október á síðasta ári. Dómur verður kveðinn upp í málinu 20 júní.

Mason Mount fagnar marki / Getty
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag