fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

„Skíturinn sem gekk yfir stjórnarmenn þegar öll málin voru í gangi“

433
Laugardaginn 1. apríl 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðla- og umboðsmaðurinn Þorkell Máni Pétursson var gestur Íþróttavikunnar með Benna Bó í þetta skipti. Hann var í setti ásamt Herði Snævari Jónssyni, fréttastjóra íþróttafrétta á Torgi.

Það var mikil umræða um það í landsliðsverkefni karlalandsliðsins á dögunum að Ívar Ingimarsson neitaði að fara í viðtal við fjölmiðla.

Hann var fyrir hönd stjórnar KSÍ með liðinu úti, en það mætti Bosníu og Liechtenstein.

„Það eru margir í þessum greinum sem þurfa alltaf að vera í sviðsljósinu. Ívar Ingimarsson verður seint sakaður um að hafa verið í því,“ segir Máni.

Hann rifjar upp þegar hann var beðinn um að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ og segir það ekki öfundsvert starf.

„Ég spurði strax: Hvað fæ ég borgað fyrir þetta? Það er ekki króna. Þú ert að eyða mörgum klukkustundum í eitthvað sjálfboðastarf þarna og það eina sem þú færð er einhver skítur.

Öll þessi hreyfing er rekin af einhverri sjálfboðastarfsemi. Skíturinn sem gekk yfir stjórnarmenn þegar öll málin voru í gangi. Þetta var vænsta fólk sem var búið að vinna fyrir hreyfinguna.“

Hann bendir á að lenskan hjá KSÍ sé að svara ekki og fara í felur.

„Hefur KSÍ einhvern tímann ekki farið í felur? Það er alltaf upplifunin að fjölmiðlar séu óvinir þeirra. Þetta er vandamálið í allri hreyfingunni. Í stað þess að átta sig á að fjölmiðlamenn eru vinir þeirra.

Fjölmiðlamenn hafa ekki verið vondir við þetta fólk. Þeir hafa bakkað þau upp því við erum í litlu samfélagi.“

Máni bendir á að fjölmiðlafólk gæti hætt að fara með í landsliðsferðir, eins og einhverjir hafa hótað.

„Þeir þurfa jafnmikið á fjölmiðlum að halda og við þurfum á þessum landsliðum að halda.“

Umræðan í heild er hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla

United hafnaði þessu tilboði Chelsea í sumar – Töldu áhættuna of mikla vegna meiðsla
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar

Nefna fimm ensk félög sem gætu skoðað Neymar – Getur komið frítt í janúar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM

Ætla að áfrýja rauða spjaldi Ronaldo og vonast til að hann spili fyrsta leik á HM
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið

Fitlaði við rassinn á Haaland í gær – Kveikti í honum og sá norski kláraði dæmið