fbpx
Laugardagur 10.janúar 2026
433Sport

De Gea hafnaði nýjasta tilboði Manchester United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. mars 2023 22:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David de Gea markvörður Manchester United hefur hafnað nýju tilboði frá Manchester United en samningur hans er á enda í sumar. The Athletic segir frá.

Viðræður munu þó halda áfram samkvæmt fréttunum.

United hefur áhuga á að framlengja samning sinn við De Gea en vitað er að spænski markvörðurinn þarf að taka á sig launalækkun.

De Gea er með 375 þúsund pund í laun á viku og er launahæsti leikmaður félagsins.

De Gea er 32 ára gamall en hann kom til United árið 2011 og hefur spilað meira en 500 leiki fyrir félagið.

De Gea skrifaði undir núverandi samning árið 2019 en þá hafði Alexis Sanchez gengið í raðir félagsins og fengið 400 þúsund pund á viku.

De Gea var þá einn besti leikmaður United og var í góðri stöðu til að semja við Ed Woodward stjórnarformann félagsins á þeim tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni

Sviptur ökuleyfi eftir að hafa verið gripinn tvisvar í sömu vikunni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United

Þetta væri fyrsta val Roy Keane í framtíðarstjóra United
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“

Tekur stjórnarmann KSÍ á teppið vegna ummæla á Facebook – „Þá er ekki alltaf gott að vera með svona orð á skrá“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“

Arteta fær á baukinn fyrir framkomu sína í gærkvöldi – „Hvernig kemst hann alltaf upp með þetta“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“

Fær á baukinn eftir að hafa ákveðið að upphefja sjálfan sig eftir andlátið – „Algjör fáviti“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye

Liverpool að kaupa Mor Ndiaye