fbpx
Þriðjudagur 30.maí 2023
433Sport

United búið að hafna fjölda tilboða í Greenwood – Starfsmaður hans kallar eftir öðru tækifæri í lífinu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. mars 2023 09:30

Mason Greenwood.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

The Athletic segir frá því í dag að Manchester United hafi hafnað nokkrum fjölda tilboða frá liðum í Tyrklandi sem vilja kaupa Mason Greenwood.

United fer nú ofan í saumana á máli Greenwood sem var ákærður hjá lögreglu fyrir ofbeldi og kynferðisbrot í nánu sambandi. Málið var látið niður falla fyrr á þessu ári þegar vitni breyttu framburði sínum og ný gögn komu á borð lögreglu.

United vill hins vegar ekki hleypa Greenwood á æfingar en hann hefur verið í banni hjá félaginu frá því í janúar árið 2022 þegar hann var handtekinn.

United rannsakar málið sjálft og skoðar hvort þessi 21 árs gamli leikmaður eigi afturkvæmt hjá félaginu.

The Athletic fer ítarlega ofan í málið og tjáir starfsmaður hans sig við miðilinn. „Það eru ekki neinar handbærar sannanir, þetta eru gamlar fréttir, sögusagnir og hálfur sannleikurinn. Mason er 21 árs, hann var hreinsaður af ásökunum og á að fá tækifæri til að endurbyggja líf sitt og halda áfram,“ er haft eftir manninum.

Búist er við að United taki ákvörðun um framtíð Mason á næstu dögum en hann er að verða faðir í fyrsta sinn í sumar og gekk í það heilaga með unnustu sinni á dögunum.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arnór Sig yfirgefur Norrköping í sumar

Arnór Sig yfirgefur Norrköping í sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mbappe staðfestir fréttir sem gleðja marga

Mbappe staðfestir fréttir sem gleðja marga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Nokkuð augljóst að hann var að kveðja Arsenal í gær

Sjáðu atvikið: Nokkuð augljóst að hann var að kveðja Arsenal í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Portúgalski hópurinn sem mætir Íslandi – Ronaldo mætir í Laugardalinn

Portúgalski hópurinn sem mætir Íslandi – Ronaldo mætir í Laugardalinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spenntur fyrir endurkomu Alberts sem var frystur af Arnari Þór – Bendir á að Hareide þurfi þó að finna út úr einu

Spenntur fyrir endurkomu Alberts sem var frystur af Arnari Þór – Bendir á að Hareide þurfi þó að finna út úr einu
433Sport
Í gær

Eftirsjá Viðars: Leigubílaferð setti strik í reikninginn – „Það er auðvitað hörmuleg hugsun“

Eftirsjá Viðars: Leigubílaferð setti strik í reikninginn – „Það er auðvitað hörmuleg hugsun“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem allir eru að tala um: Stjarna Ajax kýldi stuðningsmann – Lét rasísk ummæli falla um liðsfélaga hans

Sjáðu myndbandið sem allir eru að tala um: Stjarna Ajax kýldi stuðningsmann – Lét rasísk ummæli falla um liðsfélaga hans
433Sport
Í gær

De Zerbi virðist staðfesta að tveir leikmenn séu á förum – ,,Mér þykir það leitt“

De Zerbi virðist staðfesta að tveir leikmenn séu á förum – ,,Mér þykir það leitt“