fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Ummæli Greenwood um Ronaldo dregin fram í dagsljósið og þau vekja furðu – Átti eftir að draga dilk á eftir sér

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 19:17

GettyImages - Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwood, leik­maður Manchester United hefur verið í kast­ljósi fjöl­miðla lengi vel núna eftir að á­sakanir á hendur honum um kyn­ferðis­brot, til­raun til nauðgunar og stjórnandi hegðun, litu dagsins ljós. Nú hefur málið verið látið niður falla og er nú beðið eftir á­kvörðun Manchester United varðandi fram­tíð leik­mannsins í her­búðum liðsins.

Ítar­leg grein um Mason Greenwood og sögu hans hjá Manchester United birtist í dag hjá The At­hletic og er þar ýmis­legt dregið fram í dags­ljósið.

Í greininni er sjálfs­traust Greenwood á unga aldri meðal annars sagt hafa komið fram í tals­máta hans og hugar­fari. Hann hafi litið niður til ein­stak­linga í sömu stöðu og hann, litið stórt á sig.

Ein­stak­lingur sem þekkti vel til Greenwood á þessum tíma sagði hann hafa verið vel með­vitaðan um sína hæfi­leika og færni en að á sama skapi hikaði hann ekki við að láta aðra leik­menn heyra það, hann héldi ekkert aftur af sér í þeim efnum.

„Hann er dauður,“ sagði Greenwood um Cristiano Ron­aldo, goðsögn í sögu Manchester United á sínum tíma en hann var þá leik­maður Real Madrid og átti þá við að ferill þessa goð­sagna­kennda leik­manns væri kominn á leiðar­enda. Ein­staklingar úr starfs­liði Manchester United hafi í kjöl­farið leið­rétt hann og taldi þetta hugar­far hans vera merki um ó­þroskaðan ein­stak­ling.

Þetta hugar­far hans og tals­mátinn sem því fylgdi átti eftir að draga dilk á eftir sér þar sem hann sótti sér menntun sam­hliða knatt­spyrnu­ferlinum. Sumir kennarar og annað starfs­fólk sem um­gekkst Greenwood á hans skóla­göngu í Ashton on Mer­s­ey, minnast hans ekki með hlýju.

Þá eru dæmi um að Greenwood hafi, í sam­skiptum við ein­stak­linga úr starfs­liði Manchester United, hótað því að skipta yfir til ná­grannanna í Manchester City.

Heimildar­menn The At­hletic segja al­mennar á­hyggjur hafa ríkt hjá fé­laginu varðandi það að Greenwood gæti skipt um fé­lag. Það kom svo að þeim tíma­punkti að Manchester City reyndi að fá Greenwood yfir í akademíu sína en hann hafnaði því tæki­færi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Lengjudeild karla: Afturelding og Fjölnir með afar sterka útisigra – Tvö rauð spjöld á loft

Lengjudeild karla: Afturelding og Fjölnir með afar sterka útisigra – Tvö rauð spjöld á loft
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik

Besta deild karla: Fylkir og KR deildu stigunum í fjörugum leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Horfðu á toppslag Grindavíkur og Aftureldingar í beinni hér

Horfðu á toppslag Grindavíkur og Aftureldingar í beinni hér
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær

Sjáðu myndbandið: Bálreiður skríllinn áreitti hann á flugvellinum fyrir vinnubrögðin í gær
433Sport
Í gær

Almenn miðasala hefst á morgun

Almenn miðasala hefst á morgun
433Sport
Í gær

Firmino birtir fallegt myndband þegar hann kvaddi Liverpool félaga sína – Fjölskyldan við það að bresta í grát

Firmino birtir fallegt myndband þegar hann kvaddi Liverpool félaga sína – Fjölskyldan við það að bresta í grát