fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Staðan og úrslit kvöldsins í riðli Íslands: Ronaldo minnti á sig í Evrópu – Jafnt í Slóvakíu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 23:02

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu hóf veg­ferð sína í undan­keppni EM 2024 á afar slæmu tapi gegn Bosníu & Herzegovinu á úti­velli. Loka­tölur 3-0 í Zeni­ca í kvöld.

Heima­menn í Bosníu & Herzegovinu komust yfir stax á 14. mínútu leiksins þegar að boltinn barst til Rade Krunic inn í víta­teig Ís­lands og hann gat ekki annað en komið boltanum í netið. Varnar­leikur Ís­lands ekki til út­flutnings.

Krunic var síðan aftur á ferðinni á 40. mínútu er hann tvö­faldaði for­ystu heima­manna. Staðan 2-0 þegar flautað var til hálf­leiks.

Ekki skánaði staðan í síðari hálf­leik því að á 63. mínútu kom Arnar Dedic sér í góða stöðu við víta­teig Ís­lendinga og lét vaða í átt að marki, boltinn endaði í netinu og staðan því orðin 3-0.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og byrjar ís­lenska lands­liðið því undan­keppni EM á tapi. Næsti leikur Ís­lands er á sunnu­daginn kemur þegar að liðið heim­sækir Liechten­stein.

Ronaldo með tvennu

Ísland mætir Liechtenstein á sunnudaginn næstkomandi en í kvöld mætti heimsótti liðið Portúgal og þurfti að sætta sig við 4-0 tap.

Cristiano Ronaldo skoraði tvö marka Portúgal í endurkomu sinni í Evrópu en Ronaldo er á mála hjá Al-Nassr í Sádi-Arabíu.

Hin tvö mörk Portúgal í leik kvöldsins skoruðu Joao Cancelo og Bernardo Silva.

Jafnt í Slóvakíu

Í Slóvakíu tóku heimamenn á móti  Lúxemburg í leik sem endaði með markalausi jafntefli. Slóvakar mæta Bosníu & Herzegovinu í næsta leik sínum á meðan að Lúxemburg tekur á móti Portúgal.

Portúgal á toppnum

Eftir fyrstu umferði undankeppninnar eru það Portúgalir sem eru á toppi J-riðils með þrjú stig, sama stigafjölda og Bosnía en betra markahlutfall. Næst á eftir koma lið Luxemburg og Slóvakíu með eitt stig hvort og Ísland situr síðan í 5. sæti án stiga og markatöluna -3. Liechtenstein rekur síðan lestina án stiga á botni riðilsins og markatöluna -4

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool að endurheimta lykilmanninn

Liverpool að endurheimta lykilmanninn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Í gær

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Í gær

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum