fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Arnar tekur ekki upp tólið og bjallar á heimsfræga vini – „Smá sorglegt“

433
Sunnudaginn 19. mars 2023 17:15

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, kom í settið í Íþróttavikuna með Benna Bó sem sýnd er á Hringbraut alla föstudaga. Hann sat þar með Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs.

Arnar á glæstan feril að baki í atvinnumennsku og hefur spilað með mörgum sem hafa orðið þjálfarar. Peter Bosz er með Lyon og hefur verið með Dortmund og Ajax og Alfred Schreuder sem var reyndar rekin frá Ajax um daginn, Roberto Mancini landsliðsþjálfara Ítala og landsliðsþjálfari Bosníumanna, Faruk Hadžibegić, spilaði með Arnari í Sochaux í Frakklandi.

Hann er þó ekkert að taka upp símann og hringja í gamla vini.

„Þetta er svo skrýtinn heimur. Maður er svo náinn þegar menn eru saman að keppa um titla og á æfingarsvæðinu. Það er blóð sviti og tár. Það hafa ábyggilega margir sömu sögu að segja og ég er að gera núna. Þegar ferillinn er búinn þá er enginn að hafa samband við neinn. Svo hittist maður aftur eftir 20 ár þá er eins og maður hafi aldrei verið aðskildir. Leikmenn talast lítið við eftir að ferillinn er búinn sem er smá sorglegt.“

Arnar sagðist fylgjast þó vel með sínum fyrri liðum en hann spilaði með Feyenoord, Nurnberg, Sochaux, Bolton, Leicester, Stoke og Dundee í atvinnumennsku. „Þau eru orðin svolítið mörg. Líka með leikmönnum sem eru orðnir þjálfarar. Ég get alveg sagt að ég var 100 prósent á því að Bosz yrði þjálfari. Hann var þannig týpa en Mancini aldrei. Og hann myndi geta sagt það sama um mig.

Hann var algjör fagmaður fram í fingurgóma en hann var rólegur og yfirvegaður og maður sá ekki, því maður var uppfullur af steríótýpu af þjálfurum þegar ég var leikmaður og hann passaði ekkert inn í það. En hans árangur er ótrúlegur.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk

Líkur á að frúin sé pirruð – Þetta var afmæliskveðjan sem hún fékk
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar

Senda United og Newcastle þau skilaboð um að gleyma því að gera tilboð í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna

Heimir verður án tveggja leikmanna í undanúrslitum vegna leikbanna
433Sport
Í gær

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag

Stríð blasir við í enska boltanum verði þetta samþykkt á föstudag
433Sport
Í gær

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“

Veltir því fyrir sér hvernig umræðan væri ef Arnar væri landsliðsþjálfari en ekki Arnar – „Ég vil ekki reka hann“
Hide picture