fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Albert Guðmundsson er ekki í landsliðshópnum sem kynntur verður á morgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. mars 2023 19:46

Albert Guðmundsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Guðmundsson leikmaður Genoa verður ekki í landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar sem kynntur verður á morgun.

Þetta hefur 433.is samkvæmt mjög öruggum heimildum. Arnar Þór hafði á dögunum opnað á samtali við Albert um mögulega endurkomu í landsliðið en af henni veðrur ekki

Hópurinn fyrir leiki gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni Evrópumótsins 2024 verður opinberaður á morgun. Búist er við að Arnar Þór opinberi þá hvað fór á milli hans og Alberts.

Síðasta haust hætti Arnar að velja Albert í hóp sinn vegna ósættis þeirra á milli. Þjálfarinn sagði þennan leikmann Genoa á Ítalíu hafa sýnt slæmt hugarfar í verkefnum á undan.

Albert hefur átt fínt tímabil með Genoa í ítölsku B-deildinni. Hann hefur skorað níu mörk og lagt upp fimm í 29 leikjum.

Ísland mætir Bosníu þann 23. mars en Liechtenstein þremur dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag