fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Gaupi segir stóra hitamálið til háborinnar skammar – „Hrokafullur í svörum og allri sinni nálgun“

433
Laugardaginn 11. mars 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Sýn var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á Hringbraut á laugardag ásamt Herði Snævar Jónssyni, íþróttastjóra á Torgi.

Rætt var um komandi landsleiki hjá karlalandsliðinu í fótbolta en liðið er að hefja leik í undankeppni Evrópumótsins 2024. Albert Guðmundsson leikmaður Genoa hefur verið í kuldanum undanfarið.

Albert hefur spilað frábærlega síðustu vikurnar en Arnar Þór ákvað að hætta að velja Albert og sagði hugarfar hans í verkefnum ekki hafa verið gott.

„Þarna þarf landsliðsþjálfarinn að brjóta odd á oflæti sínu og hafa samband við leikmanninn sjálfur, hann getur ekki ætlast til þess að leikmaðurinn sjálfur hringi í hann og slíðri sverðin. Hann verður að leysa málið,“ segir Gaupi.

video
play-sharp-fill

„Hann er maður að meiri ef hann gerir það, íslenska landsliðið er í þeirri stöðu í dag í fótbolta að það er möguleiki að fara í gegnum þennan riðil. Til þess þarf að hafa alla okkar bestu menn, íslenska landsliðið hefur ekki efni á því að vera án Alberts í þessu verkefni. Mér finnst allt þetta mál til háborinnar skammar.“

„Mér finnst Arnar stundum hrokafullur í svörum og allri sinni nálgun en hann hefur verið á uppleið með liðið. Hann þarf að brjóta odd á oflæti sínu og taka upp símann.“

Hörður Snævar segir Albert hafa alla hæfileika heimsins til að nýtast landsliðinu en sér málið ekki leysast í bráð.

„Ég tel útilokað að Albert verði í hópnum, hnúturinn er þannig bundinn að það gæti reynst erfitt að leysa hann. Albert hefur alla þá hæfileika sem til þarf til að vera einn besti leikmaður liðsins. Ég held að þetta mál hafi hins vegar hjálpað Arnari að stíga niður fæti innan hópsins,“ segir Hörður.

„Ef þetta á að leysast þarf þjálfarinn að hafa frumkvæðið að því. Ég sé hann ekki vera í hópnum sem verður valinn.“

Umræðan er í heild hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið

Ætlar að reyna að hjálpa Greenwood að komast aftur í enska landsliðið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“

Lykilmaður Liverpool langt niðri – „Við erum í skítnum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segist vera í formi ferilsins

Segist vera í formi ferilsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna

Fullyrt að Arne Slot verði ekki rekinn núna
433Sport
Í gær

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot

Upphæðin sem Liverpool þyrfti að borga fyrir að reka Arne Slot
433Sport
Í gær

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
Hide picture