fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

ÍBV fær góðan liðsstyrk fyrir átökin í Bestu deildinni

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 11:23

Filip Valencic í leik með Olimpija Ljubljana gegn Chelsea. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Slóvenski knattspyrnumaðurinn Filip Valencic hefur skrifað undir eins árs samning við knattspyrnudeild ÍBV. Þetta segir á heimasíðu félagsins.

Filip er 31 árs miðjumaður sem hefur leikið með öllum yngri landsliðum Slóveníu. Á ferli sínum hefur hann leikið í heimabæ sínum í Ljubljana og síðan einnig með Notts County, Stabæk, Monza og Dinamo Minsk.

Þá hefur hann leikið stóran hluta ferilsins í Finnlandi en hann var síðast á mála hjá KuPS og áður hjá Inter Turku, HJK og PS Kemi. Með HJK varð hann finnskur meistari í þrígang. Með KuPS var hann í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar (UECL) og skoraði þar eitt mark í fjórum leikjum 2022.

Í Finnlandi var hann leikmaður ársins árið 2017 og 2019, en seinna árið var hann einnig markahæsti leikmaður deildarinnar, hann getur leyst stöður inni á miðjunni og í sókninni.

ÍBV hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar síðasta sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Madríd og Manchester líklegustu áfangastaðir spennandi leikmanns

Madríd og Manchester líklegustu áfangastaðir spennandi leikmanns
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool

Myndband: Margir ósáttir við ummæli sem féllu eftir kraftaverk Heimis og hans manna – Sagði þetta um stjörnu Liverpool
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“

Kári Árnason gagnrýnir Arnar fyrir að velja ekki Gylfa í hópinn – „Af hverju er hann ekki með?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“

Arnar Gunnlaugs ætlar að skoða hvað þurfi að laga – „Við failuðum á okkar markmiði“
433Sport
Í gær

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist

Fullyrða að Amorim hafi öðlast virðingu leikmanna United með þessu – Gjörsamlega sturlaðist
433Sport
Í gær

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við

Hrafnkell nefnir leikmanninn sem hann sér hvað mestan mun á eftir að Arnar tók við