fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
433Sport

Greenwood sagður skoða þetta skref á ferli sínum ákveði United að rifta

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. febrúar 2023 18:00

Mason Greenwood / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mason Greenwod er samkvæmt enskum blöðum byrjaður að skoða næstu skref á ferli sínum, óvíst er hvort hann fái að spila aftur fyrir Manchester United.

Greenwood hafði verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fyrrum unnustu sinni en málið var látið falla niður í síðustu viku.

Frá því að lögregla hóf rannsókn hefur Greenwood ekki fengið að æfa eða spila með United. Félagið skoðar nú málið, gæti félagið tekið þá ákvörðun að rifta samningi hans.

Greenwood þénar 75 þúsund pund á viku til ársins 2025 og þyrfti United að greiða þá upphæð til framherjans sem er 21 árs gamall.

Verði það niðurstaðan segja ensk blöð að Greenwood og hans fólk horfi til þess að hann fari til Kína og spili þar.

Þar getur Greenwood samkvæmt fréttum fengið 50 þúsund pund á viku og eru félög þar í landi sögð áhugasöm um að krækaj í Greenwood. Hann á að baki einn A-landsleik fyrir England en hann var á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina

Southampton gerir stólpagrín á TikTok eftir ummæli frá leikmanni City um helgina
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt

Allir starfsmenn Tottenham fá frían miða á úrslitaleikinn en starfsmenn United ekki neitt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans

Real Madrid með óvænt nafn á blaði – Leikmaður Liverpool gæti fyllt skarð hans
433Sport
Í gær

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“

Umdeildi fjölmiðlamaðurinn baunar á stuðningsmenn Liverpool og segir þá aumkunarverða – „Takið til í hausnum á ykkur, trúðar“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester

Ætlar ekki að gefast upp í Manchester
433Sport
Í gær

Besta deildin: Víkingar á toppinn

Besta deildin: Víkingar á toppinn