fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
433Sport

Halldór steinhissa á fréttunum – „Þurfa þeir að fara selja klósettpappír og rækjur?“

433
Sunnudaginn 5. febrúar 2023 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var rífandi stemning í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudaginn þegar Halldór Gylfason, leikari, og Jóhann Alfreð, uppistandari og dómari í Gettu Betur, fengu sér sæti.

Það var mikið rætt og ritað um afrekssjóð ÍSÍ í vikunni en KSÍ fékk ekki krónu frá afrekssjóði þetta árið og KKÍ fær fáar krónur. Sagði formaður KKÍ að framtíð körfuboltalandsliðanna sé í hættu.

„Þurfa þá landsliðsmenn í körfubolta að fara selja klósett pappír og rækjur?“ spurði Halldór.

ÍSÍ svaraði umræðunni á Vísi.is um landslagið í íþróttum þar sem fram kom að KSÍ sé eina sambandið þar sem ekkert kostar fyrir yngri iðkendur að vera í landsliðsstarfi. Benedikt benti á að ef svo óheppilega vill til að einhver sé góður í annari íþrótt en fótbolta og sé valinn í landsliðið þá kostar það. „Mér finnst þetta sérstakt því á sama tíma er eiginlega ákveðið að byggja nýja höll fyrir 15 milljarða. En við þurfum að vísu nýja höll. Það er kominn tími á það.“

Halldór spurði þá hvers vegna og fékk útskýringar á því og að KKÍ og HSÍ sé á undanþágum. „Þjóðarhöllinn fór úr átta milljörðum í 15 á engum tíma,“ sagði Jóhann. „Þegar á að byggja þessar rosa byggingar sem á einhverjum tímapunkti muni taka 10 þúsund manns kannski einu sinni á ári en svo er þetta tómt hina daga ársins. Manni finnst þetta svo miklir peningar. Það er smá sóun eða skringilega farið með peninginn. Samt er þetta nauðsynlegt,“ sagði Halldór og spurði í lokin. „Er ekki hægt að gera þetta eitthvað öðruvísi?“

Benedikt er á því að þjóðarhöllin sé alltof stór og benti á að það hefði sjaldan verið uppselt á bikarúrslit eða landsleiki í hand- eða körfubolta. „Ég held að átta þúsund manna höll, ef handboltalandsliðið er áfram spennandi þeir geta alveg trekkt að, en þetta eru örfáir leikir á ári,“ sagði Jóhann.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins

Krefst þess að snerting við annan leikmann verði skoðuð þremur mánuðum eftir skelfilegt banaslys unga mannsins
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim

Lygileg uppákoma: Birti óvart nektarmyndir og grátbað almenning um að hætta að dreifa þeim
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag

Hafði ekki gerst í meira en tvö ár áður en kom að leiknum á Old Trafford á mánudag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels

Tilkynna hörmulegt andlát ungs manns – Hrasaði af þaki hótels
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

United sagt ætla að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar

United sagt ætla að kaupa enska landsliðsmanninn í janúar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga

Strákarnir okkar mæta Mexíkó – Leikurinn utan opinbers landsleikjaglugga
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar

Tíu félög í ensku úrvalsdeildinni vilja fá Mainoo í janúar
Hide picture